Hoppa yfir valmynd
6. maí 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Gervigreind á sykursýkismóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Formleg skimun fyrir augnsjúkdómum af völdum sykursýki hefur verið innleidd á sykursýkismóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrstri allra heilbrigðisstofnana. Við skimunina er notuð sérstök myndavél frá sprotafyrirtækinu RetinaRisk, sem styðst við gervigreind og metur líkur á skemmdum í augnbotnum. Lionsklúbbur Njarðvíkur veitti HSS veglegan styrk til kaupa á myndavélinni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, frumkvöðlar frá RetinaRisk og fulltrúar frá Lionsklúbbnum heimsóttu HSS nýverið þar sem þessi nýjung í þjónustu stofnunarinnar var kynnt.

„Þessi nýjung gerir kleift að sinna mikilvægu eftirliti með augnheilsu fólks með sykursýki á einfaldan og skilvirkan hátt. Reglubundin skimun gerir kleift að grípa tímanlega inn í ef þörf krefur. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu þar sem gervigreind kemur við sögu er ákaflega spennandi og við eigum án efa eftir að sjá miklar framfarir í þeim efnum í náinni framtíð“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Skemmdir í augnbotnum er fylgikvilli sykursýki og nauðsynlegt að fylgjast með framvindu augnbotna til að koma í veg fyrir sjónskerðingu eða blindu af völdum sjúkdómsins. Myndavélin auðveldar þetta eftirlit og með því að nota hana við skimun sparast jafnframt óþarfar komur til augnlækna.

  • Gervigreind á sykursýkismóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum