Hoppa yfir valmynd
6. maí 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Umræðuskýrsla um fjármálareglur

Í tengslum við birtingu fjármálaáætlunar áranna 2025-2029 hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fyrir Alþingi umræðuskýrslu um fjármálareglur, eins og tiltekið var í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn verðbólgu 5. júní á sl. ári. Tilefnið er að samkvæmt gildandi lögum taka tölulegar fjármálareglur laga um opinber fjármál aftur gildi árið 2026 eftir að þeim var vikið tímabundið til hliðar í heimsfaraldrinum. Líkt og önnur ríki sem búa við sambærilega umgjörð um opinber fjármál nýta stjórnvöld tækifærið til endurskoðunar og athugunar á því hvort þær reglur sem vikið var til hliðar skapi heppilegustu umgjörðina fyrir stjórn opinberra fjármála eða hvort aðrar reglur þjóni markmiðum og grunngildum laganna betur. Meðfylgjandi umræðuskýrsla er liður í þeirri vinnu.

Megintilgangur fjármálareglna er að styrkja umgjörð opinberra fjármála, m.a. með því að stuðla að stöðugleika og lágu, sjálfbæru skuldahlutfalli. Leiðir að því markmiði eru mismunandi á milli landa. Skýrslunni er ætlað að styðja við umræður og ákvarðanir um framtíð fjármálareglna á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum