Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningarsamningur við Akureyrarbæ undirritaður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í gær samkomulag um eins árs framlengingu á menningarsamningi milli Akureyrarbæjar og menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Meginmarkmið samstarfsins er að efla atvinnustarfsemi í listum á Akureyri og Norðurlandi og byggir samningurinn á fjórum meginverkefnum: Starfsemi Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Menningarhússins Hofs og starfsemi Listasafnsins á Akureyri sem rekið er af Akureyrarbæ. Ráðherra sagði við tilefni að menningarlíf sé mikilvægur hluti af innviðum hvers samfélags og lagt sé upp með að skipa starfshóp um framtíðarþróun samstarfs Akureyrabæjar og ríkisins í menningarmálum.

„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa öflugt menningarstarf á landsbyggðinni og að nýta tækifærið til að tengja þessa atvinnustarfsemi betur við opinbera stefnumótun í viðkomandi málaflokkum. Með auknum fjölda ferðamanna hefur ásókn í listasöfn og listviðburði aukist og sannast enn á ný að menning og viðskipti fara svo listalega vel saman,“ segir ráðherra.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum