Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Birt hafa verið til umsagnar drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum sem felast í því að breyta útliti fólks án læknisfræðilegs tilgangs. Reglugerðardrögin einskorðast við tilteknar meðferðir, þ.e. sprautun fylliefna undir húð, sem geta valdið einstaklingum skaða ef eitthvað fer úrskeiðis. Hættuminni meðferðir, s.s. húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir falla utan gildissviðs reglugerðarinnar.

Reglugerðardrögin sem nú eru til umsagnar byggja á eldri drögum sem heilbrigðisráðuneytið setti í samráðsferli í nóvember sl. Þar sem töluverðar breytingar hafa verið gerðar í ljósi umsagna sem bárust og að höfðu samráði við embætti landlæknis, fagfélög lækna, tannlækna og hjúkrunarfræðinga eru reglugerðardrögin aftur birt til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 3. júní næstkomandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum