Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024 Utanríkisráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í aðalræðisskrifstofunni í Nuuk

Senn líður að forsetakosningum, en kjördagur er 1. júní nk.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er hafin, tekið er á móti kjósendum í húsakynnum aðalræðisskrifstofunnar á Hans Egedesvej 9, 3900 Nuuk.

Hægt verður að greiða atkvæði án þess að gera boð á undan sér á virkum dögum milli 9:30-12:00 og 14:00-16:00.

Vilji fólk kjósa utan framangreindra tímasetninga er nauðsynlegt að bóka tíma fyrir fram með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected].

Kjósendur verða beðnir um að framvísa íslensku persónuskilríki með mynd.

Vakin er athygli á að kjósendur á erlendri grundu bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila. Senda skal atkvæði á heimilisfang þess sveitarfélags þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum