Hoppa yfir valmynd
21. maí 2024 Utanríkisráðuneytið

Sérstakir kjörfundir á Kanaríeyjum

Utanríkisráðuneytið harmar að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi.

Í aðdraganda kosninga hverju sinni leggja ræðismenn Íslands mat á hversu margra kjörseðla er þörf, sem byggir m.a. á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú um stundir í landinu hafi verið vanmetinn.

Utanríkisráðuneytið hefur þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni og þá er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. 

Til að bregðast við stöðunni sem uppi er hafa ræðismenn Íslands á Spáni, í samráði við utanríkisráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan 11 og 14 á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan 10 og 14 að staðartíma. Nánari staðsetningar kjörfundanna verður komið á framfæri á Facebook innan tíðar.

Auk þessa verður áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum