Hoppa yfir valmynd
22. maí 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Endurnýjaðir samningar um rekstur Fab Lab smiðja á Íslandi

Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir og Einar Þorsteinsson við undirritun samnings um Fab Lab Reykjavík. - myndLjósmynd: Róbert Reynisson

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari, undirrituðu í gær nýjan samning um Fab Lab Reykjavík sem staðsett er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Samningurinn gildir til þriggja ára og er sameiginlegur með ráðuneytunum og Reykjavíkurborg. Undirritun þessa samnings er sú fyrsta í röðinni í því ferli að endurnýja samninga við alls 11 Fab Lab smiðjur víðs vegar um landið.

Markmið með starfsemi Fab Lab Reykjavík er að auka þekkingu og leikni nemenda, kennara, almennings, frumkvöðlum og fyrirtækjum á persónumiðaðri nýsköpunarvinnu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Verkefninu er ætlað að styðja við þátttöku og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum samhliða því að auka tæknilæsi, skapandi starf og frumkvöðlamennt. Það skapar vettvang fyrir þróun og prófun hugmynda og efla þannig samkeppnishæfni í nærsamfélagi.

Auk HVIN og MRN hafa sveitarfélög og ýmis fyrirtæki og stofnanir staðið að samningum við Fab Lab smiðjur. Rík áhersla hefur verið lögð á samstarf við heimamenn á viðkomandi stöðum um fjármögnun og uppbyggingu smiðjanna, en þær þjóna annars vegar tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum og hins vegar atvinnulífi, íbúum og frumkvöðlum í nærsamfélaginu.

  • Endurnýjaðir samningar um rekstur Fab Lab smiðja á Íslandi  - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum