Hoppa yfir valmynd
24. maí 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Áætlun um innleiðingu EES-gerða á fjármálamarkaði birt í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áætlun um innleiðingu 24 EES-gerða á fjármálamarkaði.

Stór hluti af löggjöf á sviði fjármálamarkaðar á rætur að rekja til tilskipana og reglugerða sem Evrópusambandið samþykkir og eru svo teknar upp í EES-samninginn. Í áætluninni er greint frá því hvernig ráðuneytið áformar að forgangsraða vinnu við innleiðingu veigameiri gerða sem hafa verið eða fyrirséð er að verði teknar upp í EES-samninginn en á eftir að leiða í landslög. Gerðirnar varða meðal annars stafræn viðskipti með dreifðri færsluskrártækni og sýndareignir, stafrænt öryggi fjármálageirans, hópfjármögnun og græn skuldabréf.

Frestur til umsagna vegna áætlunarinnar er til og með 31. maí næstkomandi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum