Hoppa yfir valmynd
24. maí 2024 Matvælaráðuneytið

Fjárfestingastuðningur í sauðfjár- og nautgriparækt

Matvælaráðuneytið hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjár- og nautgriparækt og vegna framkvæmda á árinu 2024.

Í nautgriparækt bárust 138 umsóknir, þar af eru 62 vegna nýframkvæmda og 76 vegna endurbóta á eldri byggingum. Heildarkostnaður við fjárfestingar nautgripabænda vegna framkvæmda á árinu 2024 er samkvæmt umsóknum tæpir 5 milljarðar króna. Til úthlutunar eru 268 millj. kr. og styrkhlutfall reiknast um 5,4 % af heildarfjárfestingakostnaði.

Í sauðfjárrækt bárust 135 umsóknir. Þar af eru 38 umsóknir vegna nýframkvæmda og 97 vegna endurbóta á eldri byggingum. Heildarkostnaður við fjárfestingar sauðfjárbænda vegna framkvæmda á árinu 2024 er 2,2 milljarðar kr. Samkvæmt nýgerðu samkomulagi um endurskoðun á sauðfjárræktarsamningi eru nú auknir fjármunir til ráðstöfunar í fjárfestingastuðningi greinarinnar eða samtals 238 millj kr. og styrkhlutfall reiknast um 11 % af heildarfjárfestingakostnaði.

Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði gripa og aukinni umhverfisvernd. Hægt er að sækja um stuðning til sömu framkvæmdar í allt að 3 ár samfleytt.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum