Hoppa yfir valmynd
24. maí 2024 Forsætisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir Rauða kross Íslands í tilefni aldarafmælis

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styrkja Rauða kross Íslands um 7,5 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Er styrkurinn veittur sem viðurkenning fyrir ómetanlegt starf í þágu samfélags og þjóðar.

Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður 10. desember 1924 og starfar félagið að mannúðarmálum í samræmi við Genfarsamningana. Fyrsti formaður félagsins var Sveinn Björnsson, sem síðar varð fyrsti forseti lýðveldisins.

Rauði krossinn gegnir stoðhlutverki gagnvart stjórnvöldum í mannúðarmálum en starfsemi félagsins nær til alls landsins og byggist aðallega á sjálfboðavinnu. Undanfarin ár og áratugi hefur mætt mikið á Rauða krossinum og má í því sambandi nefna verkefni á sviði almannavarna sem félagið sinnir í ásamt Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Þá rak félagið sóttvarnahús á tímum heimsfaraldursins og hefur að beiðni stjórnvalda rekið fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum