Hoppa yfir valmynd
27. maí 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hert á öryggi fjarskipta

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt drög að nýrri reglugerð um öryggi fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu í Samráðsgátt.

Markmið reglugerðarinnar er að stuðla sem best að áfallaþoli og samfelldri öruggri virkni fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu, svo og vernd fjarskiptaumferðar. Jafnframt hefur reglugerðin það að markmiði að tryggja samhæfð viðbrögð við ógnum og öryggisatvikum sem hafa, eða geta haft, skaðleg áhrif á öryggi fjarskiptaneta og -þjónustu. Reglugerðin felur í sér ýmsar nýjungar og auknar kröfur enda hefur samfélagið tekið miklum breytingum og mikilvægi fjarskipta í daglegu lífi og fyrir stafræna þróun aukist til muna.

„Drög að nýrri reglugerð um öryggi fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu sem nú hafa verið birt í Samráðsgátt eru mikilvæg fyrir öryggi alls samfélagsins. Með reglugerðinni er verið að færa til nútímans ákvæði um öryggi fjarskipta og samtímis bregðast við nýjum ógnum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra fjarskiptamála.

Umsagnarfrestur er til 31. maí nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum