Hoppa yfir valmynd
4. júní 2024 Dómsmálaráðuneytið

Ársskýrsla Landskjörstjórnar 2023 komin út

Landskjörstjórn hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2023.

Í ársskýrslunni má lesa um starfsárið 2023 þar sem unnin var mikil undirbúningsvinna fyrir forsetakosningar 1. júní 2024. Undirbúningur vegna forsetakosninga hófst formlega þann 1. júní 2023, þegar nákvæmlega eitt ár var til kosninga. 

Unnið var að fjölmörgum reglugerðum, alþjóðlegu samstarfi sinnt og verklag, leiðbeiningar og upplýsingagjöf vegna kosninga yfirfarin. Í samstarfi við Stafrænt Ísland og Þjóðskrá var unnið að gerð rafræns meðmælendakerfis þar sem þeir sem hugðust bjóða sig fram til forseta gátu safnað meðmælum með framboði sínu með rafrænum hætti.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Landskjörstjórn hafi sett sér og skrifstofu landskjörstjórnar starfsreglur sem nálgast megi á vef landskjörstjórnar, auk þess sem unnið var að ýmsum lögbundnum stefnum fyrir skrifstofuna.

Ársskýrsla Landskjörstjórnar 2023

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum