Hoppa yfir valmynd
11. júní 2024 Utanríkisráðuneytið

Ræddu náið samstarf Íslands og Kanada

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra átti í dag símafund með Bill Blair, varnarmálaráðherra Kanada, þar sem aukið samstarf ríkjanna í öryggis- og varnarmálum og þróun öryggismála á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi var til umræðu. 

Samstarf Íslands og Kanada hefur aukist mjög á síðustu árum svo sem í tengslum við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, kafbátaleit og vegna stuðnings þjóðanna við varnarbaráttu Úkraínu. 

„Það er mikilvægt að styrkja samstarfið við okkar helstu grannríki ekki síst á norðurslóðum. Við höfum átt gott samstarf við Kanada í gegnum tíðina og það mun aðeins styrkjast á næstu árum í tengslum við aukið eftirlit og viðbúnað á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum,“ segir Þórdís Kolbrún.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum