Hoppa yfir valmynd
14. júní 2024 Dómsmálaráðuneytið

Góð skemmtun er örugg og ofbeldislaus

Dómsmálaráðuneytið, lögreglan og Neyðarlínan hrinda af stað vitundarvakningunni Góða skemmtun fyrir sumarið 2024. Vitundarvakningin hvetur til þess að fólk skemmti sér vel á hátíðum sumarsins – og að þau sem standa að viðburðum tryggi með góðum undirbúningi og skipulagi að samkoman verði góð skemmtun þar sem öryggi gesta er í forgangi.
Fyrstu stóru sumarskemmtanir landsmanna verða nú um helgina; Bíladagar á Akureyri og 17. júní á landsvísu.

Heimsfaraldur Covid-19 dró betur fram samspil afbrota við næturlíf og skemmtanir landsmanna. Þannig fækkaði tilkynningum til lögreglu um líkamsárásir, fíknefnabrot, ölvunarakstur og nauðganir tengdar skemmtanalífinu um helgar á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi en fjölgaði aftur þegar þeim var aflétt.
Meginskilaboðin í vitundarvakningunni eru að góð skemmtun er örugg og ofbeldislaus. Slagsmál, ógnun, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eiga aldrei að líðast. Skemmtanir sumarsins eru margar og fjölbreyttar. Líkurnar á afbrotum eru meiri á stærri viðburðum sem telja þúsundir manna og næturskemmtunum heldur en t.d. á litlum bæjarhátíðum að degi til með áherslu á menningu, matvæli, listmuni og vöfflukaffi. Ekki er þar með sagt að alvarleg atvik geti ekki allt eins komið upp á umfangsminni viðburðum, en líkur á afbrotum aukast eðli máls samkvæmt eftir því sem samkoman er fjölmennari.

Á vef Neyðarlínunnar og lögreglunnar er hægt að nálgast góð ráð fyrir viðburðahaldara, sveitarfélög, foreldra og forsjáraðila og ungmenni, sem og markaðsefni til að deila áfram til að auka líkur á öruggri og ofbeldislausri skemmtun.

Góð ráð til viðburðahaldara

Góð ráð til foreldra og forsjáraðila

Nánari upplýsingar um vitundarvakninguna eru á vef lögreglunnar


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum