Hoppa yfir valmynd
21. júní 2024 Utanríkisráðuneytið

Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa

Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni standa nú fyrir dyrum. Um er að ræða reglubundna flutninga sem jafnan eru ákveðnir að hausti en tilkynntir þegar samþykki gistiríkja liggja fyrir. Eftirtaldir flutningar taka formlega gildi á næstunni:

Anna Jóhannsdóttir, sendiherra og staðgengill ráðuneytisstjóra, flyst frá ráðuneytinu í starf fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York frá 1. ágúst nk. Hún tekur við af Jörundi Valtýssyni, sendiherra. 

Auðunn Atlason, sendiherra, flyst frá ráðuneytinu í starf sendiherra Íslands í Berlín frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Maríu Erlu Marelsdóttur, sendiherra, sem flyst frá sendiráði Íslands í Berlín til starfa í ráðuneytið.

Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi, flyst frá ráðuneytinu til starfa sem settur sendiherra í Nýju Delí frá 1. ágúst nk. Guðni Bragason, settur sendiherra Íslands í Nýju Delí flyst til Íslands og lætur af störfum sökum aldurs.

Davíð Bjarnason, sendifulltrúi, flyst frá ráðuneytinu til starfa sem forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Ingu Dóru Pétursdóttur, forstöðumanni, sem flyst til starfa sem varamaður sendiherra í sendiráði Íslands í Peking.

Friðrik Jónsson, sendifulltrúi, flyst frá ráðuneytinu til starfa sem settur sendiherra í sendiráði Íslands í Varsjá frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Hannesi Heimissyni, sendiherra. 

Guðmundur Árnason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu hefur flust til starfa í utanríkisráðuneytið í embætti sendiherra frá 1. janúar 2024. Hann fer til starfa sem fastafulltrúi Íslands í Róm frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Matthías Geir Pálssyni, fastafulltrúa sem flyst til starfa í ráðuneytið.

Hannes Heimisson, sendiherra, flyst til starfa sem aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Ágústu Gísladóttur, aðalræðismanni sem flyst til starfa í ráðuneytið.

Jörundur Valtýsson, sendiherra, flyst frá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í starf fastafulltrúa Íslands hjá NATO í Brussel frá 1. ágúst nk. Hermann Örn Ingólfsson, sendiherra, flyst frá fastanefnd Íslands hjá NATO í Brussel til starfa í ráðuneytið.

Nikulás Hannigan, sendifulltrúi flyst frá ráðuneytinu til starfa sem varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og settur sendiherra gagnvart umdæmisríkjum fastanefndarinnar frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Þórði Ægi Óskarssyni, sendiherra sem flyst til Íslands og lætur af störfum sökum aldurs.

Pétur Ásgeirsson, sendiherra, flyst frá ráðuneytinu í starf sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn 1. júlí. Hann tekur við af Árna Þór Sigurðssyni sendiherra sem hefur tekið við starfi formanns framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur. 

Svanhildur Hólm Valsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur verið skipuð sendiherra frá 1. maí 2024 á grundvelli 2. mgr. 9. gr. laga nr. 39/1971 og fer til starfa  í Washington frá 1. ágúst nk. Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra, flyst frá sendiráði Íslands í Washington til starfa í ráðuneytið. 

Þórður Bjarni Guðjónsson, sendifulltrúi, flyst frá ráðuneytinu til starfa sem aðalræðismaður Íslands í Nuuk frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Geir Oddssyni, aðalræðismanni sem flyst til starfa í ráðuneytið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum