Hoppa yfir valmynd
28. júní 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Afkastamikill þingvetur að baki – 11 þingmál samþykkt

 Þinglok urðu á 154. löggjafarþingi Alþingis um síðustu helgi og þar með lauk viðburðaríkum þingvetri þar sem fjölmörg mál komu til kasta löggjafans. Átta frumvörp Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra urðu að lögum á Alþingi þingveturinn 2023-2024 og þrjár tillögur til þingsályktunar voru samþykktar: Málstefna íslensks táknmáls, aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu og fyrsta heildstæða ferðamálastefna landsins.

Tvö frumvörp frestast fram á haustþing: Stofnun þjóðaróperu og frumvarp til markaðssetningarlaga og þrjár tillögur til þingsályktunar: Neytendastefna, bókmenntastefna og uppbygging sögustaða.

„Þegar litið er yfir liðinn þingvetur fyllist ég stolti, ekki aðeins yfir hve mörg verkefni voru afgreidd heldur hversu vel þau voru unnin. Veturinn var mjög annasamur og ég vil þakka öflugum þingnefndum, starfsfólki ráðuneytisins og þeim fjölda sérfræðinga og fagaðila sem við leituðum til við vinnslu verkefna okkar, ásamt þeim fjölmörgum einstaklingum og félagasamtökum, sem komu að málunum í Samráðsgátt. Menningar- og viðskiptaráðuneytið fagnaði sínu fyrsta heila starfsári 2023 svo við höfum verið í stöðugu endurmati og aðlögun sem hefur skilað sterkri liðsheild og get ég með sanni sagt að framtíð málaflokka ráðuneytisins er björt,“ segir menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir.“

Innan ráðuneytisins er undirbúningur að næsta þingvetri þegar hafinn og segir ráðherra að hún sé full tilhlökkunar yfir þeim góðu verkefnum sem fram undan eru: „Við erum byrjuð að undirbúa málin fyrir haustþing, verðug og mikilvæg mál sem gera gott samfélag enn betra. Það er einstaklega gefandi að vinna með kröftugum hóp að því takmarki. Við þinglok er ég gjarnan spurð hvort ég sé ekki orðin lúin en þegar verkefnið er betra samfélag er eldmóðurinn ansi drjúgur, ekki síst þegar litið er til þess sem við höfum afkastað. Þá fyllist ég af orku og gleði sem er besta veganestið út í íslenskt ferðasumar.“

Sjá nánar um samþykkt mál í töflu hér að neðan:

Frumvarp

Staða

 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 12. mars.
 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 31. janúar.
 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 20. mars.

 

 

 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 30. apríl.

 

 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 30. apríl.

 

 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní.
 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní.
 • Samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní.

 

Þingsályktunartillaga

Staða

 • 37. mál.
 • Málstefna íslensks táknmáls.
 • Samþykkt sem ályktun Alþingis 20. mars.
 • 511. mál.
 • Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu.
 • Samþykkt sem ályktun Alþingis 8. maí.
 • 1036. mál.
 • Ferðamálastefna.
 • Samþykkt sem ályktun Alþingis 21. júní.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum