Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2024 Dómsmálaráðuneytið

Brynhildur Þorgeirsdóttir skipuð skrifstofustjóri fjármála og rekstrar

Dómsmálaráðherra hefur skipað Brynhildi Þorgeirsdóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar.

Brynhildur lauk MS prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 2005 og hafði áður lokið Cand. Oecon gráðu frá viðskipta- og hagfræðideild frá sama skóla árið 1995. Brynhildur starfaði hjá Advania og Vodafone til 2016 þegar hún hóf störf í Stjórnarráðinu, þar sem hún hefur öðlast yfirgripsmikla reynslu. Hún hefur verið staðgengill skrifstofustjóra fjármála og rekstrar hjá dómsmálaráðuneytinu frá 2017 og hefur leitt stafræna vegferð ráðuneytisins frá upphafi. Hún hefur auk þess víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu, stjórnun og rekstri, auk þekkingar á málefnasviðum og málaflokkum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið.

Embættið var auglýst laust til umsóknar í mars 2024 og sóttu 25 um starfið.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum