Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Hluti starfsstöðva stofnana ráðuneytisins verði á Sementsreitnum

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, og Haraldur Benediksson, bæjarstjóri Akraness, ásamt bæjarfulltrúum og fulltrúum Akranesbæjar.  - mynd

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Akra­nes­kaupstað um að stuðla að því að hluti starfstöðva stofn­an­a ráðuneytisins verði á Mána­götu 20, á svo nefndum Sementsreit.

Akraneskaupstaður áformar endurbyggingu reitnum og er stefnt að því að þar rísi bygging sem rúmar ráðhús Akraneskaupstaðar og mögulega fleiri stofnanir sveitarfélagsins. Fyrr í vikunni undirrituðu Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ásamt Haraldi Benediktssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, sambærilega viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu Sementsreits á Akranesi fyrir starfsemi ríkis og sveitarfélagsins.

Fyrir liggur að þörf er á að finna nýja aðstöðu fyrir stofnanir umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins á Akranesi og lýsir ráðuneytið, með yfirlýsingu sinni áhuga, í samvinnu við stjórnendur viðkomandi stofnana, á að leigja aðstöðu í nýrri byggingu við Mánabraut 20. Gert er ráð fyrir að unnið verði að verkefninu í samvinnu við fleiri, m.a. önnur ráðuneyti og Framkvæmdasýslu – ríkiseignir.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Eitt af markmiðum í vinnu við stofnanabreytingar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins undanfarin tvö ár er að fjölga störfum á landsbyggðinni samhliða upp­bygg­ingu öflugra og eft­ir­sókn­ar­verðra vinnustaða. Á grundvelli viljayfirlýsingar þessarar verður hafið samtal um starfstöðvar opinberra stofnana á Akranesi.“

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum