Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2024 Matvælaráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Matvælaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis. Sótt er um á Afurð.is.

 

Umsóknum skal skilað eigi síðar en á miðnætti 15. ágúst næstkomandi

 

Til að geta sent inn umsókn í Afurð þarf að liggja fyrir skýrsla í forritinu Jörð.

Vakin er athygli á að hægt er að skila skýrslu í Jörð án þess að endanleg uppskera ársins liggi fyrir.

Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru skil á skýrsluhaldi í skýrsluhaldsforritinu Jörð og fullnægjandi túnkort af ræktunarspildu sem sótt er um styrk fyrir. Kortið á að sýna þær ræktunarspildur sem eru grundvöllur umsóknar um styrk. Þá er lögð áhersla á skráningu ræktunar, áburðargjafar, varnarefnanotkunar o.fl., í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020.

 

Framlag á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú, tekur mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um. Ekki er greitt framlag fyrir ræktun undir fjórðungi hektara.

Fjöldi hektara sem sótt er um reiknast í samræmi við eftirfarandi stuðla:

 

Fjöldi ha sem sótt er um       Stuðull fyrir umsótta ha

0,25-30 ha                                    1,0 fyrir rótarafurðir

0,25-30 ha                                    4,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar

> 30 ha                                          0,7 fyrir rótararfurðir

> 30 ha                                          3,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum