Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2024 Matvælaráðuneytið

Umsækjendur um starf yfirdýralæknis

Þann 4. júlí síðastliðinn var auglýst laust til umsóknar embætti yfirdýralæknis.

Alls bárust fjórar umsóknir um starfið og rann umsóknarfrestur út þann 29. júlí.

Matvælaráðherra skipar í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar.

Hæfnisnefnd skipa Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla í matvælaráðuneytinu. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins Íslands og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi og eigandi ráðningarstofunnar Vinnvinn.

Hæfnisnefnd mun starfa í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Listi umsækjenda um starf yfirdýralæknis í stafrófsröð:

  • Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir
  • Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir
  • Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir
  • Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum