Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samtal um tónlistarskóla – breytingar til umsagnar

Mennta- og barnamálaráðuneytið tók á síðasta ári þátt í haustþingum tónlistarskóla víða um land þar sem aðalnámskrá tónlistarskóla var m.a. til umræðu. Samtalið gaf til kynna brýna þörf á breytingum á aðalnámskránni sem nú eru lagðar til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda.

Breytingarnar byggja á tillögum nefndar hagsmunaaðila sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði í kjölfar samráðsins. Þær lúta að hlutverki og meginmarkmiðum tónlistarskóla, skipan tónlistarnáms, greinanámskrám og skólanámskrám, fjallað um kennslu og kennsluhætti, þætti í hljóðfæra- og tónfræðinámi, námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi.

Breytingarnar snúa að almennum hluta aðalnámskrárinnar og að fyrirkomulagi áfangaprófa þar sem tónlistarskólum er gefið aukið svigrúm til að ákvarða eigin útfærslur á prófum með sjálfstæði skóla og valdeflingu kennara að leiðarljósi sem og aukið val nemenda.

Aðalnámskrá tónlistarskóla hefur ekki verið uppfærð um langt skeið. Breytingunum er ætlað að mæta brýnum og breyttum þörfum tónlistarskóla nú, áður en haldið er áfram með heildarendurskoðun á námskránni.

Mennta- og barnamálaráðuneytið kallar eftir umsögnum frá tónlistarskólum, -kennurum og öðrum áhugasömum um tónlist um fyrirhugaðar breytingar. Umsagnarfrestur er til 2. október 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum