Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð
Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings sviðslistasjóði með það að markmiði að efla sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði. Sviðslistaráð auglýsir nú eftir styrkumsóknum atvinnusviðslistahópa í Sviðslistasjóð. Umsóknarfrestur er til 1. október 2024 klukkan 15:00.
Umsækjendum er bent á að breytingar hafa orðið á matskvarða og mánaðarfjölda fyrir styrknýtingu. Sjá nánar hér.
Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað. Í umsókn Sviðlistasjóðs er hægt að sækja um listamannalaun fyrir meðlimi atvinnusviðslistahópsins.
Á vef Sviðslistasjóðs eru umsóknar- og skýrsluform, matskvarði, lög, reglur og leiðbeiningar um gerð umsókna. Umsækjendur eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.
Fyrirspurnir sendist á netfangið: [email protected] Einnig er hægt að hringja í síma 515 5839 / 515 5838.
Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr. 165. Niðurstaða umsókna liggur að jafnaði fyrir í byrjun árs.