Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um fjallamennskunám Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu - mynd

Að gefnu tilefni vill mennta- og barnamálaráðuneytið árétta að ráðuneytið hefur ekki lagt til eða krafist þess að fjallamennskunám Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) verði lagt niður.

Mennta- og barnamálaráðuneytið leggur ekki niður nám í framhaldsskólum landsins. Framhaldsskólar taka sjálfir ákvörðun um sitt námsframboð. Ráðuneytið hefur átt samtal við skólann um rekstur hans og rætt leiðir til að tryggja áframhaldandi námsframboð, þ.m.t. á fjallamennskunámi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum