Hoppa yfir valmynd
2. september 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný innskráningarþjónusta Ísland.is eykur öryggi og gagnsæi

Stafrænt Ísland kom á laggirnar nýrri innskráningarþjónustu fyrir opinbera aðila árið 2021. Henni var ætlað að leysa í áföngum af hólmi eldri innskráningarþjónustu, sem komin var til ára sinna. Markmiðið með endurnýjun innskráningarþjónustunnar er fyrst og fremst að tryggja gagnaöryggi, gagnsæi í þjónustu við viðkvæma hópa og þann skalanleika tækniþjónustu sem þarf í nútíma umhverfi, en á næstunni tekur nýja innskráningarþjónustan alfarið við þeirri eldri.

Eldri innskráningarþjónusta Stafræns Íslands var sett í loftið í kringum efnahagshrunið 2008 og Íslykli bætt við sem mögulegri innskráningarleið 2013.

Til stóð að loka eldri innskráningarþjónustu að fullu 2. september og var sú ákvörðun tilkynnt í desember 2023. Til að koma til móts við viðkvæma hópa verður innskráningarþjónustunni lokað í tveimur fösum sem eiga sér stað 2. september 2024 og 1. október nk. Með þessu munu einkaaðilar og félagasamtök, sem nýta eldri innskráningarþjónustu sér að kostnaðarlausu þurfa að kaupa lausnir á markaði fyrir rafræna auðkenningu og hættir ríkið með því að greiða kostnað við rafræna auðkenningu þessara aðila.

Fyrsti fasi – kemur til framkvæmda 2. september 2024

  • Lokað verður á þá aðila sem hafa ekki notað Íslykilshluta eldri innskráningarþjónustu.

Annar fasi – kemur til framkvæmda 1. október 2024

  • Frá og með 1. október verður hægt að mæta á þjónustumiðstöð og framvísa umboði til miðlægrar skráningar, t.d. á einhverri þeirra þjónustumiðstöðva hins opinbera sem þegar eru með starfsemi víða um land. Þetta mun leysa það að þau sem ekki geta fengið rafræn skilríki munu geta veitt umboð.
  • Lokun á eldri innskráningarþjónustunni kláruð og henni endanlega lokað. Þá verður ekki lengur hægt að nota Íslykil til innskráningar.

Mikilvægt er að taka fram að lokun eldri innskráningarþjónustu Stafræns Íslands hefur ekki áhrif á almenna notkun rafrænna skilríkja þar með talið bankaþjónustu.

Stöðugt er unnið að úrbótum sem snerta aðgengi að stafrænni þjónustu hins opinbera.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum