Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni - kynningarfundur 20. nóvember
Athugið að fundinum á Eyrarbakka hefur verið frestað um viku og verður 20. nóvember.
Dómsmálaráðherra boðar til kynningar á nýju öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni miðvikudaginn 20. nóvember kl. 19:30. Viðburðurinn fer fram í Rauða húsinu, Eyrarbakka, Búðarstíg 4.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra flytur opnunarávarp.
Birgir Jónasson, settur forstjóri Fangelsismálastofnunar reifar stöðuna í fullnustumálum og þörfina fyrir nútímalegt fangelsi.
Nína Baldursdóttir, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum kynnir frumathugun og framgang verksins.
Fundurinn er öllum opinn og tekið verður við spurningum að loknum erindum.
Fundinum er einnig streymt á vef stjórnarráðsins.
Rauða húsið á Eyrarbakka