Hoppa yfir valmynd
2. maí 2025 Innviðaráðuneytið

Fjórtán umsækjendur um embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga

Fjórtán umsækjendur eru um embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga hjá innviðaráðuneytinu sem auglýst var til umsóknar í byrjun apríl. Fimmtán einstaklingar sendu umsókn en einn dró umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur rann út 22. apríl sl.

Hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til innviðaráðherra, sem skipar í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra eru í stafrófsröð:

  • Angantýr Einarsson, skrifstofustjóri
  • Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur MBA
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur Kópavogsbæjar
  • Ásta Huld Hreinsdóttir, skrifstofustjóri í Heilsugæslunni Efra Breiðholti
  • Ásta Jónasdóttir, deildarstjóri
  • Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður
  • Bryndís Matthíasdóttir, skrifstofustjóri
  • Jóhann Kristjánsson, fjármála- og mannauðsstjóri
  • Jón Óskar Pjetursson, sérfræðingur
  • Ólöf Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri - staðgengill skrifstofustjóra
  • Reynir Jónsson, sérfræðingur 
  • Sigríður K Kristbjörnsdóttir, löggiltur endurskoðandi og verkefnastjóri
  • Sigurborg Kristín Stefánsdóttir, sett skrifstofustjóri
  • Sigurður Möller, forstöðumaður fjármáladeildar Vegagerðarinnar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta