Dómnefnd skilar umsögn um umsækjanda um embætti varadómanda við Endurupptökudóm
Þann 28. febrúar 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar embætti varadómanda við Endurupptökudóm. Umsóknarfrestur rann út 17. mars 2025 og barst ein umsókn, frá Tómasi Hrafni Sveinssyni formanni umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjandann og er það niðurstaða nefndarinnar að Tómas Hrafn Sveinsson sé hæfur til að hljóta skipun í embætti varadómanda við Endurupptökudóm.
Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.
Umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Endurupptökudóm