Hoppa yfir valmynd
7. maí 2025 Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing um Gaza

Utanríkisráðuneytið. - mynd

Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar kalla eftir því í sameiginlegri yfirlýsingu að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum um að víkka út hernaðaraðgerðir sínar á Gaza og hafa þar varanlega viðveru. Utanríkisráðherrar þessara ríkja hafna öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru þær brot á alþjóðalögum. Þá kalla ráðherrarnir eftir nýju vopnahléi á Gaza og lausn allra gísla og fara fram á að Ísraelar heimili þegar í stað að matar- og neyðaraðstoð berist aftur inn á Gaza í samstarfi við og fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana.

Yfirlýsingu ráðherranna má lesa í heild sinni hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta