Hoppa yfir valmynd
8. maí 2025 Heilbrigðisráðuneytið

Stækkun bráðamóttöku Landspítala – verklok í desember

Frá heimsókn forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra á bráðamóttökuna í Fossvogi - myndMynd: Landspítali

Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi verður stækkuð með 700 fermetra viðbótarhúsnæði sem á að vera tilbúið í fyrir lok þessa árs. Samningur Nýs Landspítala og Verkheima ehf. um verkið var undirritaður í dag. „Þetta mun stórbæta aðstæður sjúklinga og starfsfólks og skipta sköpum fyrir þessa mikilvægu starfsemi þar til ný bráðamóttaka verður opnuð í meðferðarkjarnanum við Hringbraut“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra.

Í húsnæðinu sem bætist við bráðamóttökuna verða 20 legurými, vaktherbergi, aðstaða fyrir lín og lager og fundaherbergi. Um er að ræða einingahús með færanlegum einingum sem gerir kleift að nýta þær á annan hátt þegar meðferðarkjarninn við Hringbraut verður tekinn í notkun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta