Hoppa yfir valmynd
9. maí 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Hækkun lágmarksverðs mjólkur

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Eftirfarandi verðbreytingar munu taka gildi þann 12. maí 2025:

  • Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 1,90% úr 136,93 kr./ltr í 139,53 kr./ltr.
  • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,96%.

Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2024. Verðlagsgrundvöllur kúabús hækkar um 1,90% frá desember 2024 til mars 2025. Þar af vegur hækkun launavísitölu mest en um 3/4 hækkunar verðlagsgrundvallar er tilkomin vegna launakostnaðar og annara kostnaðarliða sem þróast í takti við launavísitölu. Verðhækkanir á fóðri og afskriftir hafa einnig þónokkur áhrif en aðrir liðir vega minna. Fjármagnskostnaður og áburðarkostnaður hefur lækkað á tímabilinu og hefur það áhrif til lækkunar.

 

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar. Vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkar um 2,03% en helstu kostnaðarliðir sem vega þyngst í þeirri hækkunarþörf eru að launakostnaður hækkar um 3,1% á tímabilinu en sú hækkun vegur um 53% af heildar hækkuninni í verðmætum talið. Raforka og vatn hækka samanlagt um um 14,6% í kostnaðarhækkun og þar af raforka sem ein og sér hækkar um 17,3%. Þessar hækkanir raforku og vatns vega um 28% af heildarhækkunarþörf vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar. Sá liður í vinnslu- og dreifingarkostnaði sem lækkar á tímabilinu er fjármagnskostnaður, en hann lækkar um -6,8% sem dregur niður heildarhækkunarþörf um -7,4%. Aðrir liðir breytast mun minna.

Samkvæmt Hagstofu Íslands mælist ársverðbólga 4,2% í apríl 2025. Innan þessa tímabils, frá apríl 2024 til nóvember 2024 eða í um 8 mánuði urðu engar breytingar á  heildsöluverði mjólkurvara til neytanda og verðlag mjólkurvara stöðugt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta