Hoppa yfir valmynd
9. maí 2025 Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra skipar nýja stjórn fyrir Byggðastofnun

Breiðdalsvík - myndMynd/iStock

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað nýja stjórn Byggðastofnunar til eins árs en skipan hennar var kynnt á ársfundi stofnunarinnar á Breiðdalsvík í gær. Halldór Gunnar Ólafsson frá Skagaströnd er nýr stjórnarformaður en Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson á Höfn varaformaður.

Í ávarpi ráðherra sem flutt var á ársfundinum sagði hann byggðamál snerta flesta ef ekki alla málaflokka ríkisins. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að treysta eigi stoðir hinna dreifðu byggða. Það er því mikilvægt nú þegar unnið er með hagræðingartillögur í ríkisrekstri að byggðasjónarmiðum sé haldið á lofti. Þannig mun ég leggja mig fram við að minna á mikilvægi þess að við höfum uppi byggðagleraugun við útfærslu tillagnanna,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.

Stjórn Byggðastofnunar ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og stefnumótun hennar sem og áhættustefnu og að til staðar sé virkt kerfi innra eftirlits sem samræmist lögum um fjármálafyrirtæki og reglum settum með stöð í þeim. Stjórn Byggðastofnunar var skipuð á ársfundi stofnunarinnar þann 8. maí 2025 og í henni sitja:

Ný stjórn Byggðastofnunar

Samkvæmt lögum um Byggðastofnun skipar ráðherra sjö einstaklinga í stjórn stofnunarinnar og sjö til vara. Ný stjórn Byggðastofnunar er þannig skipuð:

  • Halldór Gunnar Ólafsson, Skagaströnd – formaður
  • Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Höfn – varaformaður
  • Steindór Runiberg Haraldsson, Skagaströnd
  • Ingunn Heiða Ingimarsdóttir, Egilsstöðum
  • Haraldur Benediktsson, Akranesi
  • Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
  • Margrét Sanders, Reykjanesbæ

Varamenn:

  • Guðrún Helga Bjarnadóttir, Reykjavík
  • Hafþór Guðmundsson, Þingeyri
  • Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík
  • Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, Akureyri
  • Sigríður Framdalz Ólafsdóttir, Hvammstanga
  • Unnar Hermannsson, Garðabæ
  • Arnar Þór Sævarsson, Reykjavík

Í ávarpi á ársfundinum þakkaði innviðaráðherra fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf í þágu byggðamála. Stjórn og starfsfólki Byggðastofnunar var sömuleiðis þakkað fyrir gott samstarf og vel unnin störf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta