Hoppa yfir valmynd
9. maí 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Opnað fyrir styrki til garðyrkjubænda með reglugerð ráðherra

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur gert breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð og falið sjóðnum að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingarstuðning í þágu bættrar orkunýtni og orkusparnaðar.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrkina á vef Loftslags- og orkusjóðs. Þetta er í fyrsta skipti í áratugi sem stjórnvöld ráðast í skipulegan fjárfestingarstuðning við framleiðendur garðyrkjuafurða. 

Styrkir verða veittir til fjárfestingar í orkusparandi tækni, svo sem LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum með áherslu á verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni gróðurhúsa og styðja við tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar. 

Hámarks styrkhlutfall er 40% af heildarkostnaði og hámarksfjárhæð 15 m.kr. fyrir hvern framleiðanda. Stjórn Loftslags- og orkusjóðs mun annast úthlutun styrkjanna samkvæmt ákvörðun og áherslum ráðherra. Samtals eru 160 m.kr. til úthlutunar og rennur umsóknafrestur út 6. júní. Gert er ráð fyrir öðru umsóknarferli í janúar 2026.

Fjárfestingarstuðningnum er ætlað að koma til móts við háan stofnkostnað fyrir framleiðendur garðyrkjuafurða þegar skipt er yfir í orkusparandi búnað. Þannig verður stutt við orkunýtni, framleiðni og sjálfbæra matvælaframleiðslu á Íslandi.

Styrkir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta