Hoppa yfir valmynd
12. maí 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samið við innlenda söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum í Íslandsbanka

Líkt og kom fram í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins síðastliðinn fimmtudag hefur Alþingi samþykkt lög um ráðstöfun eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf. Lögin tryggja að við framkvæmdina á útboðsferlinu verði viðhöfð hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi. Mikil áhersla er lögð á að ferlið í heild sinni njóti trausts.

Þá tilkynnti ráðuneytið um ráðningu erlendra söluaðila sl. föstudag. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið ráðið fjóra innlenda aðila til viðbótar sem gegna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði. Þeir eru Arctica Finance hf., Arion banki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf. Ráðning söluaðilanna er hluti af undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðs útboðs, sem nú er langt á leið komin.

Umsjónaraðilar útboðsins verða eins og áður hefur verið tilkynnt Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kvika banki hf. sem jafnframt verða söluaðilar ásamt því að annast skipulagningu og yfirumsjón útboðsins auk utanumhalds tilboðsbóka.

 

 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta