Hoppa yfir valmynd
12. maí 2025 Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Sextán verkefni fá styrk í fyrstu úthlutun Örvars

Styrkir úr Örvari hafa verið veittir í fyrsta skipti en sjóðurinn varð til við myndun menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins fyrr á árinu. Örvar hefur það hlutverk að styrkja verkefni og viðburði á málefnasviðum ráðuneytisins og er styrkjum að jafnaði úthlutað þrisvar sinnum á ári. 

Umsóknarfrestur vegna fyrstu úthlutunar var til 10. apríl sl. Alls bárust 48 umsóknir um styrki til 44 verkefna og hefur Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra ákveðið að veita styrki úr Örvari til 16 fjölbreyttra verkefna að þessu sinni að upphæð 19,34 m.kr. Hámarksupphæð styrks sem hvert verkefni getur hlotið er 1,5 m.kr. Allar nánari upplýsingar um Örvar má nálgast á heimasíðu sjóðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta