Hoppa yfir valmynd
13. maí 2025 Dómsmálaráðuneytið

Lögreglustjóri settur á Suðurnesjum

Margrét Kristín Pálsdóttir - mynd

Dómsmálaráðherra hefur sett Margréti Kristínu Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Kemur þetta til vegna þess að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðist lausnar úr embætti sínu frá og með deginum í dag. Dómsmálaráðherra hefur orðið við þeirri ósk.

Dómsmálaráðherra tilkynnti lögreglustjóranum á Suðurnesjum að hann hygðist auglýsa stöðu hans en skipunartími hans rennur út eftir rúmlega sex mánuði. Óskaði lögreglustjórinn í kjölfar þess lausnar sem ráðherra hefur nú orðið við.

Er Úlfari Lúðvíkssyni þökkuð vel unnin störf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta