Lögreglustjóri settur á Suðurnesjum
Dómsmálaráðherra hefur sett Margréti Kristínu Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Kemur þetta til vegna þess að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðist lausnar úr embætti sínu frá og með deginum í dag. Dómsmálaráðherra hefur orðið við þeirri ósk.
Dómsmálaráðherra tilkynnti lögreglustjóranum á Suðurnesjum að hann hygðist auglýsa stöðu hans en skipunartími hans rennur út eftir rúmlega sex mánuði. Óskaði lögreglustjórinn í kjölfar þess lausnar sem ráðherra hefur nú orðið við.
Er Úlfari Lúðvíkssyni þökkuð vel unnin störf.