Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. hefst í dag
TILKYNNING ÞESSI OG UPPLÝSINGARNAR SEM HÉR KOMA FRAM ERU EKKI TIL BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, HVORKI MEÐ BEINUM NÉ ÓBEINUM HÆTTI, Í HEILD EÐA AÐ HLUTA, Í, TIL EÐA FRÁ BANDARÍKJUM NORÐUR-AMERÍKU, ÁSTRALÍU, KANADA, JAPAN, SVISS EÐA LÝÐVELDINU SUÐUR-AFRÍKU EÐA ANNARRI LÖGSÖGU ÞAR SEM SLÍK DREIFING EÐA BIRTING TELDIST VERA BROT Á LÖGGJÖF Í VIÐKOMANDI LÖGSÖGU. ÞESSI TILKYNNING ER HVORKI TILBOÐ UM SÖLU NÉ BEIÐNI UM KAUP VERÐBRÉFA Í NOKKURRI LÖGSÖGU, ÞAR MEÐ TALIÐ Í BANDARÍKJUM NORÐUR-AMERÍKU, ÁSTRALÍU, KANADA, JAPAN, SVISS EÐA LÝÐVELDINU SUÐUR-AFRÍKU. HVORKI TILKYNNING ÞESSI, NÉ NEITT SEM HÉR KEMUR FRAM SKAPAR GRUNDVÖLL FYRIR EÐA ER ÞESS EÐLIS AÐ HEIMILT SÉ AÐ REIÐA SIG Á EFNI HENNAR Í TENGSLUM VIÐ HVERS KYNS TILBOÐ EÐA AÐRAR SKULDBINDINGAR INNAN HVAÐA LÖGSÖGU SEM ER. ALLAR ÁKVARÐANIR UM KAUP, ÁSKRIFT, ANNARS KONAR ÖFLUN, SÖLU EÐA ANNARS KONAR RÁÐSTÖFUN VERÐBRÉFA VERÐA AÐ BYGGJAST EINGÖNGU Á UPPLÝSINGUM SEM FRAM KOMA Í ÚTBOÐSLÝSINGUNNI ÞEGAR HÚN HEFUR VERIÐ BIRT. AFRIT AF ÚTBOÐSLÝSINGUNNI VERÐA, AÐ LOKINNI BIRTINGU, AÐGENGILEG Í HÖFUÐSTÖÐVUM BANKANS OG Á HEIMASÍÐU BANKANS: WWW.ISLANDSBANKI.IS OG VERÐUR AÐGENGILEG ALMENNINGI Á ÞEIRRI VEFSÍÐU Í AÐ MINNSTA KOSTI 10 ÁR FRÁ ÚTGÁFUDEGI. VINSAMLEGAST KYNNTU ÞÉR MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR Í LOK ÞESSARAR TILKYNNINGAR.
ÞESSI TILKYNNING INNIHELDUR INNHERJAUPPLÝSINGAR.
TIL TAFARLAUSRAR BIRTINGAR.
Reykjavík, 13. maí 2025, Ísland
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. hefst í dag
Fjármála- og efnahagsráðuneytið, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, tilkynnir í dag upphaf markaðssetts útboðs á almennum hlutum í Íslandsbanka hf. og birtingu tengdrar útboðslýsingar. Um útboðið hafa verið samþykkt sérstök lög frá Alþingi (lög nr. 80/2024) og byggir öll framkvæmd útboðsins á þeim. Tilboðstímabilið hefst í dag þriðjudaginn 13. maí kl. 8:30 GMT og er gert ráð fyrir að því ljúki fimmtudaginn 15. maí kl. 17:00 GMT.
Einstaklingum og lögaðilum stendur til boða að taka þátt í markaðssettu útboði á bréfum ríkisins í Íslandsbanka hf. sem hófst í dag og stendur til fimmtudagsins 15. maí kl. 17:00. Grunnmagn útboðs nær til allt að 376.094.154 hluta í Íslandsbanka hf, eða 20% af heildarhlutafé bankans. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Samanlagt geta grunnmagn útboðsins og möguleg magnaukning numið öllum eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka eða 45,2% af almennum hlutum bankans.
Útboðslýsingin var birt í dag þar sem tilkynnt var um stærð útboðsins og verð á hverjum hlut í tilboðsbók A. Hana má finna á útboðsvef Kviku banka hf., kvika.is/islandsbanki, vefsíðu Íslandsbanka hf., islandsbanki.is, auk kynningarbæklings fyrir einstaklinga sem vilja taka þátt í útboðinu. Kaupendur eru hvattir til þess að kynna sér vel innihald lýsingarinnar áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin, þ.á m. skilmála útboðsins og umfjöllun um áhættuþætti.
Í útboðinu er sérstök áhersla lögð á þátttöku einstaklinga eins og lög nr. 80/2024 kveða á um. Úthlutun á bréfum á grundvelli tilboðsbókar A, þ.e. úthlutanir til einstaklinga með íslenska kennitölu hafa forgang umfram tilboðsbækur B og C, og munu þeir njóta lægsta verðs. Að útboðinu loknu mun fjármála- og efnahagsráðuneytið birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kvika banki hf. eru sameiginlegir alþjóðlegir umsjónaraðilar og sameiginlegir söluaðilar í útboðinu.
Þrjár leiðir til þátttöku
Þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur í útboðinu: tilboðsbók A, tilboðsbók B og tilboðsbók C. Tilboðsbækurnar eru mismunandi hvað varðar forgang, stærð tilboða og úthlutun. Einstaklingar geta tekið þátt í útboðinu á grundvelli tilboðsbókar A og B; lögaðilar geta tekið þátt á grundvelli tilboðsbókar B; og eftirlitsskyldir fagfjárfestar sem gera tilboð fyrir eigin reikning og með eignir umfram 70 milljarða króna geta tekið þátt á grundvelli tilboðsbókar C.
Sala í gegnum tilboðsbók A mun njóta forgangs við úthlutun útboðshluta gagnvart tilboðsbók B, sem nýtur forgangs gagnvart tilboðsbók C. Framkvæmd og fyrirkomulag þessara þriggja tilboðsbóka er talið uppfylla skilyrði laga nr. 80/2024 um að viðhöfð sé hlutlægni, jafnræði, gagnsæi og hagkvæmni.
Helstu atriði útboðsins
- Tilboðsbók A er eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A er 106,56 krónur á hvern útboðshlut. Verðið byggir á meðalverði hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, með 5% fráviki, eins og kveðið er á um í lögum 80/2024.
- Tilboðsbók B er opin bæði einstaklingum og lögaðilum. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók B verður ákvarðað með tilboðsfyrirkomulagi. Útboðsgengi vegna tilboðsbókar B skal taka mið af hæsta tilboði sem nær grunnmagni, hins vegar má útboðsgengi tilboðsbókar B aldrei vera lægra en fast verð í tilboðsbók A.
- Eftirlitsskyldir fagfjárfestar sem uppfylla skilyrði útboðsins geta gert tilboð fyrir eigin reikning í tilboðsbók C. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók C verður í íslenskum krónum og ákvarðað með hliðsjón af útboðsgengi fyrir tilboðsbók B. Fjárfestum sem gera tilboð í tilboðsbók C verður gefinn kostur á að hækka tilboð sitt til samræmis við útboðsgengi fyrir tilboðsbók B skömmu eftir að útboðsgengi fyrir tilboðsbók B er tilkynnt þann 15. maí.
- Lágmarkstilboð er bundið við útboðshluti að verðmæti 100.000 kr. fyrir tilboðsbók A, 2.000.000 kr. fyrir tilboðsbók B og 300.000.000 kr. fyrir tilboðsbók C. Hámarkstilboð í tilboðsbók A er 20.000.000 kr., en engin slík hámarksupphæð á við um tilboð í tilboðsbók B eða tilboðsbók C að öðru leyti en því sem takmarkast af heildarstærð útboðsins.
- Áskriftir í tilboðsbók A verða ekki skertar vegna eftirspurnar í öðrum tilboðsbókum en ef um umframeftirspurn innan tilboðsbókar A er að ræða verður útboðshlutum úthlutað hlutfallslega. Áskriftir í tilboðsbókar A skulu þó ekki skertar niður fyrir 2.000.000 kr., nema það reynist nauðsynlegt til að mæta eftirspurn og skal það þá gert hlutfallslega. Áskriftir í tilboðsbók B verða ekki skertar vegna áskrifta í tilboðsbók C.
- Útboðið felur í sér almennt útboð á útboðshlutum til bæði almennra fjárfesta og fagfjárfesta á Íslandi og lokuðu útboði til tiltekinna fagfjárfesta í ýmsum öðrum lögsögum, eins og nánar er lýst í útboðslýsingunni.
- Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur staðfest útboðslýsinguna. Slík staðfesting Fjármálaeftirlitsins felur ekki í sér stuðningsyfirlýsingu við bankann eða staðfestingu á gæðum útboðshlutanna.
- Ríkissjóður Íslands, sem seljandi, mun fá allan ágóða af sölu í útboðinu. Íslandsbanki hf. mun ekki fá neinn ágóða af útboðinu.
- Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kvika banki hf. eru sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins, ásamt ABN AMRO Bank N.V. (í samstarfi við ODDO BHF SCA), Arctic Securities AS, Arctica Finance hf., Arion banka hf., J.P. Morgan SE, Landsbankanum hf. og UBS Europe SE sem eru sameiginlegir söluaðilar útboðsins.
Tímaáætlun
- Útboðið hefst þriðjudaginn 13. maí 2025 kl. 8:30 GMT.
- Gert er ráð fyrir að því ljúki fimmtudaginn 15. maí 2025, kl. 17:00 GMT fyrir fjárfesta í tilboðsbók A og B. Fjárfestum í tilboðsbók C verður gefinn kostur á að hækka tilboð sín til samræmis við útboðsgengi fyrir tilboðsbók B stuttu eftir að útboðsgengi fyrir tilboðsbók B er tilkynnt 15. maí.
- Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar þann 15. maí 2025 og tilkynntar á vef Stjórnarráðsins, Íslandsbanka og Kviku.
- Gert er ráð fyrir að niðurstöður úthlutunar í útboðinu verði tilkynntar fjárfestum þann 16. maí 2025 fyrir opnun markaða.
- Lokadagur greiðslu úthlutaðra hluta er ákveðinn 20.maí 2025 og áætlað er að greiddir útboðshlutir verði afhentir fjárfestum innan tveggja virkra daga frá því að greiðsla berst.
Birting útboðslýsingar
- Útboðslýsingin sem vísað er til hér hefur verið birt á vefsíðu Íslandsbanka hf. og vefsíðu Kviku banka hf. og á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Á vefsíðum Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf. er ennfremur upplýsingabæklingur fyrir einstaklinga sem vilja taka þátt í útboðinu. Fjárfestar eru hvattir til að fara vandlega yfir innihald útboðslýsingarinnar áður en fjárfestingarákvörðun er tekin, þ.m.t. skilmála útboðsins og umfjöllun um áhættuþætti.
- Hugtök sem notuð eru en eru ekki skilgreind að öðru leyti í þessari tilkynningu skulu hafa þá merkingu sem sett er fram í útboðslýsingunni, sem er aðgengileg á vefsíðu bankans á www.islandsbanki.is og verður áfram aðgengileg almenningi á vefsíðu bankans í a.m.k. 10 ár frá birtingardegi.
Lagalegur fyrirvari
Þessi tilkynning hefur verið gefin út af og er alfarið á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Upplýsingar í þessari tilkynningu eru eingöngu veittar í þeim tilgangi að veita bakgrunn og er þeim ekki ætlað að vera tæmandi eða fullbúnar. Ekki má reiða sig á neinar upplýsingar sem fram koma í þessari tilkynningu varðandi nákvæmni, réttmæti eða heilleika hennar í neinum tilgangi. Upplýsingarnar eru háðar breytingum án fyrirvara. Tilkynning þessi er þýðing á enskri tilkynningu, ef misræmi er á milli tilkynninga gildir enska útgáfan.
Þessi tilkynning er ekki útboðslýsing heldur auglýsing. Þessi tilkynning er ekki til birtingar, dreifingar eða útgáfu, hvorki með beinum né óbeinum hætti í eða til Bandaríkja Norður-Ameríku (þ.m.t. til yfirráðasvæða þess, einstakra fylkja í Bandaríkjunum og höfuðborgarsvæðisins District of Columbia), Ástralíu, Kanada, Japan, Sviss, Lýðveldisins Suður-Afríku eða annars lögsagnarumdæmis þar sem slík dreifing bryti gegn gildandi lögum. Dreifing þessarar tilkynningar kann að sæta takmörkunum samkvæmt lögum í ákveðnum lögsagnarumdæmum og þeir sem fá skjöl eða aðrar upplýsingar sem hér er vísað til í hendur, skulu kynna sér slíkar takmarkanir og virða þær. Brot á slíkum takmörkunum getur verið brot á verðbréfalögum viðkomandi lögsagnarumdæma.
Þessi tilkynning getur ekki talist vera, hvorki sjálfstætt né sem hluti af, hvers kyns tilboði eða hvatning um að kaupa eða skrá sig fyrir, eða á annan hátt fjárfesta í hlutunum í fyrirhuguðu útboði eða öðrum verðbréfum, gagnvart aðilum í neinni þeirri lögsögu þar sem slíkt tilboð eða slík hvatning er í andstöðu við lög, þ. á m. í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Japan, Sviss eða Suður-Afríku. Hlutirnir sem vísað er til í tilkynningu þessari hafa hvorki verið skráðir né verða þeir skráðir samkvæmt bandarísku verðbréfalögunum frá 1933, með áorðnum breytingum, („bandaríska verðbréfalöggjöfin“) né hjá neinni verðbréfaeftirlitsstofnun í neinu ríki Bandaríkjanna. Hlutina má því ekki bjóða né selja í Bandaríkjunum nema til hæfra stofnanafjárfesta, líkt og þeir eru skilgreindir í, og samkvæmt reglu 144A bandarísku verðbréfalöggjafarinnar eða samkvæmt annarri undanþágu frá eða í viðskiptum sem falla ekki undir skráningarskilyrði bandarísku verðbréfalöggjafarinnar og í samræmi við viðeigandi verðbréfalöggjafar viðkomandi ríkis eða annarrar lögsögu Bandaríkjanna. Engin almenn útboð verða í Bandaríkjunum eða öðrum lögsagnarumdæmum nema á Íslandi. Fyrirhugað útboð og sala hlutanna hefur ekki og verður ekki skráð í samræmi við verðbréfalöggjöf í Ástralíu, Kanada, Japan, Sviss eða Lýðveldinu Suður-Afríku. Með fyrirvara um tilteknar undantekningar, má ekki bjóða eða selja þá hluti sem vísað er til hér í Ástralíu, Kanada, Japan, Sviss eða Lýðveldinu Suður-Afríku né til, eða í þágu, ríkisborgara, íbúa eða borgara Ástralíu, Kanada, Japan, Sviss eða Lýðveldinu Suður-Afríku. Engin almenn útboð verða í tengslum við hlutina í Ástralíu, Kanada, Japan, Sviss eða Lýðveldinu Suður-Afríku.
Innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, annarra en Íslands, er og verður þessari tilkynningu og hverju tilboði, ef það berst í framhaldinu, aðeins beint að aðilum sem teljast vera „hæfir fjárfestar“ í skilningi greinar 2(e) reglugerðar Evrópusambandsins nr. 2017/1129 með síðari breytingum.
Í Bretlandi er þessari tilkynningu aðeins dreift til, og beint að, „hæfum fjárfestum“ í skilningi greinar 2(e) reglugerðar Evrópusambandsins nr. 2017/1129, sem er hluti af breskum lögum með lögum um útgöngu úr Evrópusambandinu frá 2018 (e. European Union (Withdrawal) Act 2018) (a) sem hafa faglega þekkingu á málefnum er tengjast fjárfestingum í skilningi greinar 19(5) fyrirmæla frá 2005 um fjárhagslega kynningu, á grundvelli breskra laga um fjármálaþjónustu og markaði, með síðari breytingum, (“fyrirmælin”); (b) sem eru lögaðilar með hátt hreint virði, í skilningi stafliða (a)-(d) greinar 49(2) fyrirmælanna; eða (c) annarra aðila sem löglegt er að beina því til (allir slíkir aðilar saman nefndir „viðkomandi aðilar“). Öll fjárfesting og fjárfestingarstarfsemi sem tilkynning þessi tengist verður aðeins aðgengileg, og samningar einungis gerðir við, viðkomandi aðila. Aðilar sem eru ekki viðkomandi aðilar ættu ekki að grípa til aðgerða á grundvelli þessarar tilkynningar eða reiða sig á hana eða efni hennar.
Tilkynningin kann að innhalda yfirlýsingar sem eru, eða gætu talist vera, „framsýnar yfirlýsingar“. Þessar framsýnu yfirlýsingar má greina vegna orðnotkunar sem vísar til framtíðar, þ. á m. orðin „trúir, „áætlar“, „áformar“, „ráðgerir“, „gerir ráð fyrir“, „býst við“, „hyggur á“, „gæti“, „mun“ eða „ætti“, eða, í hverju tilviki andhverfur eða önnur tilbrigði eða önnur sambærileg hugtök, eða með umræðum um stefnu, áætlanir, markmið, ókomna atburði eða fyrirætlanir. Framsýnar yfirlýsingar geta, og eru gjarnan, verulega frábrugðnar raunverulegum niðurstöðum. Sérhver framsýn yfirlýsing endurspeglar núverandi afstöðu Íslandsbanka hf. að því er varðar ókomna atburði og er háð áhættu vegna ókominna atburða og annarra áhættuþátta, óvissu og ætlunum er varða viðskipti félagins, rekstrarárangur, fjárhagslega stöðu, lausafjárstöðu, horfur, vöxt eða aðferðir. Framsýnar yfirlýsingar taka aðeins mið af þeim degi sem þær eru gefnar. Engin ábyrgðin er tekin á því að einhver hinna framsýnu yfirlýsinga muni standast eða verði réttar.
Íslandsbanki hf. sem bankinn, ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands sem seljanda, Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG, Kviku banka hf., ABN AMRO Bank N.V. (í samstarfi við ODDO BHF SCA), Arctic Securities AS, Arctica Finance hf., Arion banki hf., J.P. Morgan SE, Landsbankinn hf., UBS Europe SE (saman nefndir „söluráðgjafarnir“ að undanskildum bankanum og seljanda) og tengd félög þeirra líkt og skilgreint er í gr. 501 (b) í reglugerð D innan verðbréfalaganna („tengd félög“) hafna sérstaklega öllum skyldum eða skuldbindingum um að uppfæra, yfirfara eða endurskoða einhverja framsýna yfirlýsingu sem er að finna í þessari tilkynningu, hvort sem er vegna nýrra upplýsinga, framtíðarþróunar eða annars, og ekki skal litið á dreifingu þessarar tilkynningar sem hvers kyns skuldbindingu af hálfu seljanda til að halda áfram með útboðið eða einhverra þeirra viðskipta eða ráðstafana sem hér er vísað til.
Sérhver kaup á hlutum í fyrirhuguðu útboði ættu eingöngu að fara fram á grundvelli upplýsinga í útboðslýsingunni sem bankinn hefur gefið út í tengslum við útboðið. Upplýsingarnar í þessari tilkynningu eru háðar breytingum. Áður en aðilar kaupa verðbréf í útboðinu ættu þeir að skoða þessa tilkynningu og tryggja að þeir skilji og samþykki að fullu áhætturnar sem settar eru fram í útboðslýsingunni. Ekki má treysta í neinum tilgangi þeim upplýsingum sem fram koma í tilkynningu þessari eða nákvæmni þeirra eða heilleika. Tilkynning þessi skal ekki vera grundvöllur fyrir, eða mynda hluta af, tilboði eða boði um sölu eða útgáfu, eða tilboði um kaup á hlutum, né skal það (eða hluti af því) eða staðreynd dreifingar þessarar tilkynningar, vera grundvöllur að, eða á þann hátt að hægt sé að reiða sig á hana fyrir, eða virka sem hvatning til að gera einhvern samning, eða gangast undir einhverja skuldbindingu.
Aðilar sem hyggja á fjárfestingar ættu að hafa samráð við viðurkennda aðila sem sérhæfa sig í ráðgjöf um slíkar fjárfestingar. Þessi tilkynning er hvorki hluti af né meðmæli með því að gera tilboð. Verðmæti verðbréfa getur lækkað sem og hækkað. Hugsanlegir fjárfestar ættu að hafa samráð við faglega ráðgjafa um mat á hugsanlegu tilboði fyrir viðkomandi aðila.
Seljandi, söluráðgjafarnir eða viðkomandi félög tengd þeim, eða stjórnendur þeirra eða tengdra félaga, yfirmenn, starfsmenn, ráðgjafar eða umboðsmenn þeirra gangast ekki undir ábyrgð eða skaðabótaábyrgð fyrir/eða gefa ábyrgðaryfirlýsingu, hvort sem það er skýrt eða gefið í skyn, um sannleiksgildi, nákvæmni eða heilleika upplýsinganna í þessari tilkynningu (eða hvort einhverjum upplýsingum hafi verið sleppt úr tilkynningunni) eða hvers kyns öðrum upplýsingum sem tengjast bankanum, dótturfélögum hans eða tengdum félögum, hvort sem þær eru skriflegar, munnlegar eða í mynd eða rafrænu formi, og hvernig sem þeim er dreift eða gerðar aðgengilegar eða fyrir hvers kyns tjóni sem stafar af notkun tilkynningarinnar eða innihalds hennar eða á annan hátt sem myndast í tengslum við það. Í samræmi við það, þá bera þeir, þ.e. seljandi, söluráðgjafarnir og hlutaðeigandi tengd félög þeirra og stjórnendur, yfirmenn, starfsmenn, ráðgjafar eða umboðsmenn tengdra félaga, að fullu af sér hvers kyns mögulega ábyrgð, fyrir hvaða tjóni sem er, sem stafar af eða sem treystir á alla eða hluta af efnisinnihaldi þessarar tilkynningar, hvort sem um sé að ræða skaðabætur utan eða innan samninga eða á annan hátt sem það gæti annars haft varðandi þessa tilkynningu eða innihald hennar eða á annan hátt sem það sem gæti myndast í tengslum við það.
Söluráðgjafarnir starfa eingöngu fyrir bankann og ekki nokkurn annan í tengslum við útboð hlutanna. Þeir munu ekki líta á neinn annan aðila sem viðskiptavin þeirra að því er varðar útboð verðbréfanna og munu ekki bera ábyrgð gagnvart neinum nema bankanum fyrir að veita vernd sem viðskiptavinum þeirra er veitt eða veita ráðgjöf í tengslum við útboð verðbréfanna, innihald þessarar tilkynningar eða hvers kyns viðskipti, ráðstafanir eða annars sem hér er vísað til.
Í tengslum við útboðið geta söluráðgjafarnir eða félög tengd þeim tekið hluta af verðbréfunum og í þeim efnum geta þeir haldið, keypt, selt, boðið að selja eða á annan hátt gert samninga fyrir þeirra eiga reikninga með slíka hluti og öðrum verðbréfum bankans eða tengdum fjárfestingum í tengslum við útboðið eða á annan hátt. Samkvæmt því ættu tilvísanir í útboðslýsingunni til hlutanna sem gefin eru út, boðin, skráð fyrir, keypt, seld eða með öðrum hætti ráðstafað, að skiljast á þann máta að það innihaldi alla útgáfu eða tilboð í, eða áskrift að, kaup, setningu eða viðskipti af hálfu söluráðgjafanna eða einhverju félagi tengdum þeim, sem starfa innan slíks hlutverks. Að auki geta söluráðgjafar og hvert hlutaðeigandi félag tengt þeim sett upp fjármögnunarfyrirkomulag (þar með talið skiptasamninga eða sambærilega samninga) við fjárfesta í tengslum við það sem þeir geta eignast á hverjum tíma, eiga fyrir eða til ráðstöfunar á hlutunum. Hvorki söluráðgjafarnir eða félög tengd þeim, hyggjast upplýsa um umfang slíkra fjárfesta eða viðskipta á annan hátt en í samræmi við gildandi löggjöf.
Eingöngu að því er varðar kröfur um afurðastjórnun sem felast í: (a) tilskipun ESB 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga, með áorðnum breytingum („MiFID II“); b) 9. og 10. grein framseldrar tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/593 sem bæta við MiFID II; og (c) staðbundnar innleiðingaraðgerðir (saman nefnt „MiFID II kröfur um afurðastjórnun“) og án allrar ábyrgðar, hvort sem hún stafi af skaðabótum utan eða innan samninga eða á annan hátt, sem allir „framleiðendur“ (í skilningi krafna um afurðastjórnun ) geta að öðru leyti borið með tilliti til þess, að hlutabréfin hafi verið háð samþykktarferli, sem hefur ákvarðað að slíkir hlutir séu: (i) samrýmanlegir gagnvart markhópi almennra fjárfesta og fjárfesta sem uppfylla skilyrði faglegra viðskiptavina og hæfra fjárfesta, eins og skilgreint er í MiFID II; og (ii) gjaldgengir til dreifingar um allar dreifileiðir eins og leyfilegt er samkvæmt MiFID II („Mat á markhóp“ (e. „Target Market Assessment“)). Þrátt fyrir framangreint mat ættu dreifingaraðilar að hafa í huga að: verð hlutabréfanna gæti lækkað og fjárfestar gætu tapað fjárfestingu sinni að öllu leyti eða að hluta; hlutabréfin bjóða engar tryggðar tekjur og enga fjármagnsvernd; og fjárfesting í hlutabréfunum er aðeins samrýmanleg gagnvart fjárfestum sem þurfa ekki á slíkum tryggðum tekjum að halda eða fjármagnsvernd, sem (annað hvort einir eða í tengslum við viðeigandi fjármálaráðgjafa eða annan ráðgjafa) eru færir um að meta kosti og áhættu slíkrar fjárfestingar og sem hafa nægilegt fjármagn til að geta borið tjón sem af því kann að leiða. Mat á markhópi hefur ekki áhrif á kröfur samningsbundinna eða lagalegra sölutakmarkana í tengslum við útboðið. Ennfremur skal tekið fram að þrátt fyrir matið á markhópi munu umsjónaraðilar aðeins útvega fjárfesta sem uppfylla skilyrði fagviðskiptavina og gjaldgengra gagnaðila. Til að koma í veg fyrir allan vafa felur matið ekki í sér: (a) mat á hagkvæmni eða áreiðanleika að því er varðar MiFID II; eða (b) meðmæli til fjárfesta eða hóps fjárfesta um að fjárfesta í, eða kaupa, eða grípa til einhverra annarra ráðstafana vegna hlutabréfanna. Hver dreifingaraðili ber ábyrgð á því að framkvæma sitt mat með tilliti til verðbréfanna og ákvarða viðeigandi dreifileiðir.