Hoppa yfir valmynd
14. maí 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Bændur fá styrki vegna kuldakasts

Atvinnuvegaráðuneytið hefur greitt styrki til bænda til að mæta að hluta þeim áföllum sem urðu í landbúnaði vegna óvenjulegs og erfiðs tíðarfars á landinu sumarið 2024. Um er að ræða sértæka einskiptisaðgerð sem samþykkt var af ríkisstjórninni 4. apríl 2025.

Heildarstyrkir nema rúmri 701 milljón króna og skiptast í tvo flokka:

  • 195 milljónir króna koma frá atvinnuvegaráðuneytinu til 261 bænda sem urðu fyrir afurða- og gripatjóni.
  • 506 milljónir króna koma frá Bjargráðasjóði og fara til 141 bænda sem urðu fyrir tjóni á heyi og uppskeru.

Styrkveitingar byggja á skráningum bænda í skýrsluhaldi á uppskeru, afurðum og vanhöldum gripa árið 2024 samanborið við meðaltal áranna 2021-23. Þær mæta tjóninu að hluta en það var áætlað tæpar 1.200 milljónir í heild hjá þeim 375 búum sem skráðu tjón fyrir 1. nóvember 2024.

Til að gera viðbrögð skilvirkari og markvissari er einnig gert ráð fyrir að  framtíðarfyrirkomulag sjóða sem bæta  náttúruvá verði endurskoðað, þ.m.t. samlegðar og hagræðingartækifæri. Að auki verður áfram unnið að stefnumótun um náttúruvá, sbr. skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá apríl 2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta