Hoppa yfir valmynd
14. maí 2025 Innviðaráðuneytið

Norrænir samgönguráðherrar samþykkja viljayfirlýsingu um að efla viðnámsþol samgönguinnviða

Norrænir samgönguráðherrar hittust á fundi Í Helsinki í gær og skoðuðu þar m.a. ísbrjót. Frá vinstri eru: Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs, Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Finnlands, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Tobias Danielsen, samgönguráðherra Danmerkur og Andrea Carlsson, innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar. - mynd

Samgönguráðherrar Norðurlandanna samþykktu viljayfirlýsingu um að efla viðnámsþol samgönguinnviða á óformlegum fundi sínum í Helsinki í gær. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd.

Norðurlöndin hafa um nokkurra ára skeið unnið að sameiginlegri stefnumótun um efla samvinnu um uppbyggingu samgönguinnviða, m.a. við og yfir landamæri ríkjanna. Markmiðið er fyrst og fremst að efla viðnám ríkjanna og varnir, tryggja vöruflutninga milli landa og efla samstarf þjóðanna. Aukin samvinna á þessu sviði hefur verið umfjöllunarefni á fyrri fundum norrænu samgönguráðherranna, m.a. í Frederikstad árið 2022 og í Narvik í fyrra þar sem grunnur var lagður að samvinnu Norðurlandanna á þessu sviði.

Sameiginleg stefnumótunarvinna á þessum grunni er á frumstigi. Gert er ráð fyrir að hún verið tengd við samgönguáætlanir hvers ríkis með tilteknum aðgerðum sem gætu nýst til að þróa tengingar þvert á landamæri Norðurlandanna til lengri tíma. Til að styrkja vinnuna hefur einnig hefur verið sett á laggirnar samvinnunefnd á stofnanastigi sem nefnist Nordic Transport Preparedness Cooperation (NTPC) en Ísland tilnefndi fulltrúa frá Vegagerðinni og Isavia í nefndina í apríl sl.

Fundur samgönguráðherra Norðurlandanna er haldinn í Helsinki í tengslum við að Finnland og Álandseyjar fara nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Á seinni degi fundarhalda norrænu ráðherranna í dag er rætt um öryggi á hafi.

  • Frá fundi norrænu samgönguráðherranna með fjölmiðlum að loknum ráðherrafundinum í Helsinki. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta