Hoppa yfir valmynd
14. maí 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tvenn nýsköpunarverðlaun til Skattsins

Verðlaunahafar ásamt Ingþóri Karli Eiríkssyni, Fjársýslustjóra, sem veitti verðlaunin.  - mynd

Skatturinn hlaut tvær viðurkenningar á nýsköpunarverðlaunum hins opinbera fyrir árið 2025 sem veitt voru í vikunni.

Annars vegar hlaut stofnunin verðlaun fyrir nýtingu gagna og tækninýjunga til að efla þjónustu stofnunarinnar við almenning. Þá fékk Benedikt Geir Jóhannesson starfsmaður Skattsins viðurkenningu fyrir öflugt einstaklingsframtak við hagnýtingu gervigreindar í umbótaverkefnum og framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun.

Auk þeirra fengu réttarvörslugáttin, Hafnarfjarðarbær og Bílastæðasjóður viðurkenningar.
Til opinberrar nýsköpunar telst umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapa eða auka virði í starfsemi hins opinbera. Allir gátu tekið þátt í að tilnefna til verðlaunanna en dómnefnd valdi verðlaunahafa. Tilnefna mátti einstakling í opinberri starfsemi, ráðuneyti/ríkisstofnun, sveitarfélag/stofnun sveitarfélags eða opinbert hlutafélag.

Verðlaunin eru veitt af Fjársýslunni í þeim tilgangi að varpa ljósi á öflugt umbótastarf og nýsköpun sem eykur gæði og skilvirkni í opinberri þjónustu.

Verðlaunin sýna fjölbreytileika nýsköpunar í opinbera geiranum, allt frá tækniinnleiðingu og gagnadrifinni stefnumótun yfir í notendamiðaðar lausnir og þróun þjónustu við almenning. Hver verðlaunahafi setur fordæmi fyrir hvernig frumkvæði og fagmennska geta umbreytt opinberri þjónustu til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta