Árleg efnahagsspá OECD rædd á fundi NB8 ríkjanna í París
Fulltrúar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í efnahagsnefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) taka nú þátt í vinnu við gerð hinnar árlegu efnahagsspár stofnunarinnar (OECD Economic Outlook) sem verður birt 3. júní nk.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, og Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í Fjármálaráðuneytinu, buðu til kvöldverðar þar sem Sigurður Páll leiddi umræður um stöðuna í NB8 ríkjunum.