Hoppa yfir valmynd
15. maí 2025 Utanríkisráðuneytið

Yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins í heimsókn á Íslandi

Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, og Erin Sawyer, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ásamt samráðshópi þingmanna um mótun stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum. - mynd

Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins (SACEUR) sem jafnframt er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, heimsótti Ísland í vikunni. Cavoli fundaði með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem gerði grein fyrir aukinni áherslu íslenskra stjórnvalda á öryggis- og varnarmál og yfirstandandi stefnumótunarvinnu. Þá voru horfur í öryggismálum og varnarviðbúnaður bandalagsins sömuleiðis til umræðu. 

„Það var afar kærkomið að fá Cavoli hershöfðingja til Íslands á þessum tímapunkti, einmitt þegar vinna við að móta stefnu Íslands í varnarmálum stendur yfir,“ sagði Þorgerður Katrín. „Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á aðstæðum á Norður-Atlantshafi og nýtist okkur vel.“

Cavoli átti einnig fund með samráðshópi þingmanna um mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og kynnti sér aðstæður á öryggissvæðinu í Keflavík.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta