Hoppa yfir valmynd
16. maí 2025 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisstofnun Suðurlands tryggt nýtt tölvusneiðmyndatæki – kærkomin og mikilvæg endurnýjun

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU - mynd

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur tryggt Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rúmlega 140 milljóna króna fjárveitingu til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki. Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU segir að nýtt tölusneiðmyndatæki muni skipta sköpum í þjónustu við sjúklinga, einkum við greiningu og meðferð bráðatilfella.

Fjármagnið gerir HSU kleift að ganga inn í útboð sem nú stendur yfir og eru vonir bundnar við að hægt verði að festa kaup á tækinu og setja það upp á næstu mánuðum. Tækið kemur í stað eldra tækis og felur í sér mikilvæga uppfærslu. Þróun þessa tækjabúnaðar hefur verið hröð síðustu ár. Ný tölvusneiðmyndatæki leiða m.a. af sér minna geislaálag á sjúklinga þá hefur  rannsóknarhraðinn og þar með getan aukist til mikilla muna. „Þetta er kærkomin uppfærsla á mikilvægum tækjabúnaði sem skiptir miklu máli fyrir öryggi sjúklinga, greiningu og meðferð“ segir Díana.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta