Rekstrar- og loftslagsráðgjöf til bænda efld
Verkefnið byggir á fyrri verkefnum sem ráðuneytið og RML hafa áður gert samning um sem snerust um að safna og greina rekstrargögn frá sauðfjárbúum, efla rekstrarráðgjöf og finna leiðir að bættri afkomu.
Samkvæmt samningnum verður verkefnið útvíkkað og nær þannig til fleiri búgreina. Verkefnið byggist einnig á stefnumótun stjórnvalda sem birt er í aðgerðaáætlunum landbúnaðarstefnu og í loftslagsmálum. Reynsla og þekking sem fengist hefur úr verkefninu nýtist jafnframt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.
Með samningnum er fyrst og fremst reynt að efla heildstæðari ráðgjöf til bænda sem nær bæði utan um búrekstur og loftslagsráðgjöf sem eru nátengdir þættir. Bætt afkoma í búrekstri getur t.a.m. náðst með bættri nýtingu aðfanga.