Hoppa yfir valmynd
19. maí 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Rekstrar- og loftslagsráðgjöf til bænda efld

  Rekstrar- og loftslagsráðgjöf til bænda efld - myndiStock/Pedro Carrilho
Atvinnuvegaráðuneytið hefur gert samning við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri fyrir árin 2025-2026. Markmið samningsins er að viðhalda rekstrargreiningum og bæta hagtölusöfnun auk þess að efla rekstrar- og loftslagsráðgjöf til bænda og tryggja afkomuvöktun sem nýtist stjórnvöldum og atvinnugreininni.  

Verkefnið byggir á fyrri verkefnum sem ráðuneytið og RML hafa áður gert samning um sem snerust um að safna og greina rekstrargögn frá sauðfjárbúum, efla rekstrarráðgjöf og finna leiðir að bættri afkomu.

Samkvæmt samningnum verður verkefnið útvíkkað og nær þannig til fleiri búgreina. Verkefnið byggist einnig á stefnumótun stjórnvalda sem birt er í aðgerðaáætlunum landbúnaðarstefnu og í loftslagsmálum. Reynsla og þekking sem fengist hefur úr verkefninu nýtist jafnframt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.

Með samningnum er fyrst og fremst reynt að efla heildstæðari ráðgjöf til bænda sem nær bæði utan um búrekstur og loftslagsráðgjöf sem eru nátengdir þættir. Bætt afkoma í búrekstri getur t.a.m. náðst með bættri nýtingu aðfanga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta