Hoppa yfir valmynd
19. maí 2025 Innviðaráðuneytið

Eyvör: 97 milljónum úthlutað í netöryggisstyrki

Stjórn Eyvarar – hæfniseturs í netöryggi (NCC-IS) hefur samþykkt að veita netöryggisstyrki til fimmtán verkefna, sem nema alls 97 milljónum kr. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra staðfesti úthlutun netöryggisstyrkjanna. Alls bárust 40 umsóknir að þessu sinni en umsóknarfrestur rann út 17. mars sl. Þetta er í annað sem netöryggisstyrkir Eyvarar eru veittir en fyrst var úthlutað í desember sl.

Markmið netöryggisstyrkja er að efla netöryggi og varnir hjá íslenskum fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Til þess að hljóta styrk þurfa verkefni að falla undir einn eða fleiri af eftirfarandi flokkum:

  • Efling netöryggismenningar og vitundar.
  • Hagnýt menntun, rannsóknir og þróun.
  • Örugg stafræn þjónusta og nýsköpun.
  • Öflug löggæsla, netvarnir og þjóðaröryggi.
  • Skilvirk viðbrögð við atvikum.
  • Sterkir innviðir, tækni og lagaumgjörð.

„Netöryggisstyrkir Eyvarar hafa sannað gildi sitt. Þeir eru þýðingarmiklir til að styrkja netöryggi og efla netöryggisvitund á Íslandi. Við höfum fundið fyrir mikilli ánægju með að slíkir styrkir væru í boði hérlendis,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. 

Styrkir eru fjármagnaðir að helmingi úr ríkissjóði en samfjármagnaður með framlögum úr áætlun ESB um stafræna Evrópu (Digital Europe). Hámarksstyrkupphæð fyrir hvert styrkt verkefni er níu milljónir kr., gegn 20% mótframlagi frá styrkhöfum.

Sérstakt fagráð fer yfir umsóknirnar og gerir tillögur til stjórnar Eyvarar. Stjórnin samþykkir úthlutun netöryggisstyrkja og sú ákvörðun er síðan staðfest af innviðaráðherra.

Eftirtalin verkefni hlutu netöryggisstyrki Eyvarar – vorúthlutun 2025:

Umsækjandi

Heiti verkefnis

Verkefnisstjóri

BK85

Umsókn um styrk fyrir viðurkenndum netöryggisskírteinum.

Bergsteinn Karlsson

BSides Reykjavik

   Liv Sjömoen
Dohop  Aukum traust og vitund með meiri sjálfvirkni í net- og upplýsingaöryggi.  Kristján Guðni Bjarnason
Hulda Security  Hulda  Aðalsteinn Jónsson
 Indó  Efling grunnstoða öryggis hugbúnaðarþróunar indó.  Steinar Hugi Sigurðarson
 IT Security  NetBrynja barna og unglinga.  Magnús Birgisson
 Ísafjarðarbær  Netöryggi Ísafjarðarbæjar.  Steinar Darri Emilsson
 Klappir Grænar lausnir  Netöryggi og varnir sjálfbærnikerfis Klappa.  Kristján Hall
 Lagaviti  Lagaviti - Efling netöryggis.  Jóhannes Eiríksson
 Landspítali  Öryggisherðing á Landspítala.  Guðjón Hauksson
 Miðeind  Öruggari Málstaður – gagnsæ gervigreind.  Hulda Óladóttir
 Nanitor  Netöryggislausn fyrir ör- og lítil fyrirtæki á Íslandi.  Jón Fannar Karlsson Taylor
 Porcelain Fortress  Efling netöryggis hjá Porcelain Fortress: Örugg hugbúnaðarþróun til framtíðar. Diðrik Steinsson
 Rafíþróttasamband Íslands  Netöryggi í rafíþróttum fyrir alla.  Aðalheiður Dögg Aðalheiðardóttir
 Unbreached  Gervigreindarlausn sem hjálpar fyrirtækjum að meta netógn, spá fyrir um lausnargjaldskröfur og styðja við upplýsta ákvörðunartöku.  Aldís Guðný Sigurðardóttir

Nánari upplýsingar:

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta