Hoppa yfir valmynd
19. maí 2025

Vilt þú syngja í íslenskum kór?

Söngæfingarkvöld verður miðvikudaginn 28. maí kl.18.00 í embættisbústað sendiherra að Strandvägen í Stokkhólmi. Nánari upplýsingar verða sendar til þeirra sem skrá sig.

Söngæfingin verður undir stjórn Herdísar Ágústu Linnet og á æfingunni verða m.a. sungin íslensk vor- og sumarlög.

Það er Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð, sem stendur fyrir söngæfunginni. Með henni er ætlunin að kanna það hversu margir kunna að hafa áhuga á að syngja í íslenskum kór í Stokkhólmi og hefja samtal um möguleg næstu skref. Þátttaka er án skuldbindingar. Áhugasamir skrái þátttöku sína hér.

Sjá nánari upplýsingar í erindi frá skipuleggjanda hér fyrir neðan:

  

Kæru Íslendingar í Stokkhólmi! 

Nú er komið að því að við viljum láta á það reyna hvort grundvöllur sé fyrir íslenskum kór í Stokkhólmi að nýju.  Fyrr á árum starfaði íslenskur kór í Stokkhólmi undir stjórn Brynju Guðmundsdóttur mörgum Íslendingum til ánægju og menningarauka.  Nú hefur verið hlé á þeirri starfsemi og e. t. v. tími kominn til að taka upp þráðinn.

Þetta framtak er á vegum undirritaðs Ágústs Einarssonar og í samvinnu við sendiráð Islands sem útvegar húsnæði fyrir fyrstu æfingar.  En ef íslenskur kór hefur starfsemi þá er ætlunin að hann verði sjálfstæður kór sem ákveður sjálfur hvernig starfsemi skuli háttað varðandi lagaval, stjórnanda, æfingastað og allt annað.

Möguleiki er á annari æfingu fyrri hluta júnímánaðar ef nægur áhugi er fyrir hendi.

Herdís Ágústa Linnet er klassískur pínaisti sem undanfarin sex ár hefur verið búsett í Svíþjóð og lauk nýlega meistaragráðu í píanóleik frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi.  Herdís hefur langa reynslu af að syngja í kór og var í Kór Langholtskirkju, Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórnum.

Látið vinsamlegast vita um þátttöku þann 28. maí með því að skrá ykkur hér. Þeir sem ekki komast en vilja lýsa yfir áhuga á að taka þátt í íslensku kórastarfi geta einnig skráð áhuga.

Hafir þú spurningar er þér velkomið að hafa samband við undirritaðan með því að senda tölvupóst á [email protected].

Látið einnig endilega vita ef þið hafið áhuga á þátttöku í íslenskum kór, þó þið komist ekki á æfinguna 28. maí því það getur hjálpað okkur til að taka ákvörðun um framhaldið.

Bestu kveðjur og með von um góð viðbrögð, Ágúst Einarsson

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta