Hoppa yfir valmynd
21. maí 2025 Innviðaráðuneytið

Evrópskir ráðherrar siglingamála vilja efla samkeppnishæfni í siglingum

Frá fundi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra með Marianne Sivertsen Næss, ráðherra málefna hafsins og sjávarútvegs í Noregi. - mynd

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sat fund evrópskra siglingamálaráðherra í Szczecin í Póllandi 15. maí sl. Á fundinum voru viðstaddir ráðherrar bæði frá ESB- og EES-ríkjum. Ráðherrafundurinn var haldinn samhliða Alþjóðlega siglingaþinginu (e. International Maritime Congress) sem haldið er í Póllandi annað hvert ár.

Á fundi ráðherranna var m.a. rætt um leiðir til að efla samkeppnishæfni Evrópu í siglingum og gera siglingar að eftirsóttum starfsvettvangi fyrir sérfræðinga. Einnig var rætt um það hvernig tryggja megi öryggi aðfangakeðja og herflutninga með siglingum í Evrópu á tímum pólitísks og efnahagslegs óstöðugleika.

Við þetta tækifæri átti Eyjólfur tvíhliða fundi annars vegar með Marina Hadjimanolis, ráðherra siglingamála á Kýpur, og hins vegar með Marianne Sivertsen Næss, ráðherra málefna hafsins og sjávarútvegs í Noregi.

  • Frá fundi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra með Marina Hadjimanolis, ráðherra siglingamála á Kýpur. - mynd
  • Donald Tusk forsætisráðherra Póllands ávarpaði gesti við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu um siglingamál (e. International Maritime Congress) í Szczecin í Póllandi. - mynd
  • Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra viðstaddur setningu alþjóðlegrar ráðstefnu um siglingamál (e. International Maritime Congress) í Szczecin í Póllandi. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta