Hoppa yfir valmynd
21. maí 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Sunna Kristín ráðin í starf verkefnastjóra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu. - myndKristinn Magnússon

Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu til sex mánaða.

Sunna hefur starfað í yfir áratug við fjölmiðla, almannatengsl og samskipta- og kynningarmál. Hún kemur til ráðuneytisins frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hún hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri samskipta og miðlunar, og aðallega sinnt verkefnum fyrir rektor HR.

Sunna starfaði áður í sjö ár sem blaðamaður og staðgengill fréttastjóra á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Sunna er með BA-próf í spænsku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í suður-amerískum stjórnmálum frá University College London. Hún mun hefja störf í atvinnuvegaráðuneytinu á næstu vikum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta