Hoppa yfir valmynd
22. maí 2025 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna um samþætta þjónustu

Hópur Íslendinga sem tók þátt í ráðstefnunni. - mynd

Í síðustu viku tók hópur Íslendinga þátt í alþjóðlegu ráðstefnunni ICIC25 – International Conference on Integrated Care, sem haldin var í Lissabon, Portúgal dagana 22.–24. apríl 2025. Ráðstefnan er árlegur vettvangur fyrir fagfólk og stefnumótendur sem vinna að samþættri heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Þátttakendur frá Íslandi

Meðal þátttakenda frá Íslandi var formaður verkefnastjórnar Gott að eldast, starfsfólk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, heilbrigðismálaráðuneytisins, starfsfólk sveitarfélaga og heilbrigðisstofnana sem eru þátttakendur í aðgerð A1 í þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu og starfsfólk samþættrar heimaþjónustu í Reykjavík. 

Erindi og framlag frá Íslandi

Berglind Magnúsdóttir, verkefnastjóri Gott að eldast, hélt erindi um Gott að eldast, þróun og framkvæmd samþættrar heimaþjónustu á Íslandi. Þá héldu einnig erindi þær Henrike Wappler, félagsráðgjafi í Húnaþingi Vestra, og Kristín Sesselja Eggertsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og fjölluðu þær um reynslu sína af verkefninu Gott að eldast og hvernig samþætt þjónusta hefur skilað árangri í heimabyggð.

Um ICIC25 ráðstefnuna

Ráðstefnan ICIC25 var haldin af International Foundation for Integrated Care (IFIC) undir yfirskriftinni “Person-centred Integrated Care: Creating Shared Goals Across Sectors”. Dagskráin innihélt fjölmörg erindi og vinnustofur með þátttakendum frá yfir 40 löndum.

Þátttaka Íslendinga í ráðstefnunni undirstrikar mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu og miðlunar góðra lausna í þjónustu við eldra fólk. Gott að eldast verkefnið hefur með þátttöku sinni sýnt að Ísland er virkur hluti af alþjóðlegri þróun samþættrar velferðarþjónustu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta