Hoppa yfir valmynd
23. maí 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Hafvernd á Íslandi í brennidepli

Frá frumsýningu á Hafinu. - mynd

Mikill áhugi er á hádegisfundi um Hafvernd á Íslandi sem haldinn verður mánudaginn 26. maí. Fundurinn er haldinn er í tengslum við sýningu á heimildamyndinni Hafinu með David Attenborough, sem hlotið hefur mjög góðar viðtökur hér á landi.

Framleiðendur myndarinnar, Toby Nowlan og Jasper Smith, og hópur félagasamtaka í samvinnu við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Háskólann í Reykjavík, boða til fundarins um Hafvernd sem fer fram í M101 fyrirlestrar sal í Háskólanum í Reykjavík á mánudaginn 26. maí klukkan 12-13:30.

Heimildamyndin Hafið fjallar meðal annars um ótrúlega eiginleika hafsins til þess að stemma stigu við hlýnun jarðar, jákvæða hliðarverkan af vernd hafsins fyrir fiskistofna og lífríki, og segja framleiðendur að viðbrögð við myndinni hér á landi hafi verið vonum framar. Á fundinum verður sýnt myndbandsávarp frá Toby Nowland, einum leikstjóra myndarinnar og fram fara umræður um upplifun fólks af myndinni og hvaða skref Ísland geti tekið í átt að aukinni hafvernd. Vonast aðstandendur til þess að með fundinum verði opnað á aukið samtal um málefni hafsins.

Meðal þátttakenda á fundinum verða Max Bello, sérfræðingur í friðlýstum hafsvæðum frá Blue Marine Foundationen hann hefur unnið með ríkisstjórnum um allan heim við að finna og innleiða verndarsvæði í hafi. Auk hans verða í pallborði:

  • Snjólaug Árnadóttir, dósent við lagadeild HR og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnun HR
  • Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
  • Sigrún Perla Gísladóttir, sjálfbærniarkitekt

Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Nice í Frakklandi dagana 9.–13. júní og munu bæði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands sækja ráðstefnuna.

Hafvernd á Íslandi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta