Mat á áhrifum frumvarps um veiðigjald
Í ljósi umræðu um áætlaðar breytingar á innheimtu veiðigjalds sem settar eru fram í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra telur atvinnuvegaráðuneytið ástæðu til að birta skjal sem inniheldur mat á áhrifum frumvarpsins fyrir útgerðir landsins.
Matið sýnir það veiðigjald sem 918 útgerðir greiddu árin 2023 og 2024, það veiðigjald sem viðkomandi útgerð myndi greiða samkvæmt frumvarpinu auk mismunar, þ.e. hversu mikið veiðigjald hvers fyrirtækis breytist samkvæmt frumvarpinu.
Sé tekið mið af árinu 2024 sýnir yfirlitið:
- Af 918 útgerðum hækkar áætlað veiðigjald 16 fyrirtækja um meira en 100 miljónir króna.
- Veiðigjald 27 útgerða hækkar á milli 10 og hundrað milljóna króna.
- Veiðigjald 875 útgerða hækkar um minna en 10 milljónir króna, þar af hækkar gjaldið um minna en 5 milljónir króna hjá 864 útgerðum og minna en milljón hjá 792 útgerðum.
Vert er að ítreka að um áætlun er að ræða, framangreindar upplýsingar eru settar fram með fyrirvara um villur. Mat á áhrifum frumvarps veiðigjalds má nálgast hér.